..........

Ohhhhh, gott að fá svona hlýjar kveðjur, safna þeim í möppu og skoða þær daglega þar sem ég ligg hér í rúmi mínu eins og skata á B2. Viðurkenni að þetta er erfitt verkefni sem ég hef fengið en við því er ekkert að gera annað en að taka því.  Fór í rannskókn í gær, fór með sjúkrabíl yfir á Lansann og þar var gerð hjartaómskoðun í gegnum vélindað, ræðum það ekki meir!  Ekki mjög skemmtileg rannsókn það en ekkert óeðlilegt kom í ljós þar, sem eru fínar fréttir.  Að mér skilst þá á ég eftir að fara í eina rannsókn enn.  Svo er það Grensás eftir helgi.  Fékk þær fréttir frá Einari Má lækninum mínum.  Krakkarnir eru nú komnir heim í sveitina og ætla amma Hrefna og afi Jón að vera með þau.  Svo tekur gamla rútínan við, skóli og leikskóli.  Það er nauðsynlegt að koma þeim í sína rútínu, þótt mér finnist það afskaplega erfitt og þeim líka.  Örvar mun dvelja áfram hjá mér næstu daga, hann heldur mér gangandi í þessu ferli öllu.  Svo er tengdamamma mjög mikið hjá mér og er mikill styrkur af henni, hún og afi hafa gert heilmikið með krökkunum.  Þau fóru í dag í Hallgrímskirkju og krakkarnir fengu að kveikja á kerti þar fyrir mig, fallegt af þeim.  Svo fóru þau með ömmu sinni og afa  í langa strætóferð, mikið sport!  Ég er ekki farin að skrifa neitt sjálf í tölvuna en ég handskrifa bloggið, eins undarlega og það nú hljómar og Erla Guðfinna fastagestur á B2 pikkar þetta inn í tölvuna fyrir mig.  Takk fyrir fallegar kveðjur, knús Hafdís María.  Ps. Takk fyrir heimsóknirnar sem ég hef fengið.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Hafdís María
Ég kíki hérna inn á hverjum degi og renni yfir síðuna þína. Fallegar kveðjur sem þú hefur verið að fá og greinilegt að þú átt marga góða að sem styrkja þig í þessu erfiða verkefni.
Börnin þín eru greinilega í góðum höndum hjá ömmu og afa.
Baráttukveðja til þín og þinna og vonandi sjáumst við sem allra fyrst.
Halldóra Ingvars

Halldóra skólasystir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:39

2 identicon

Sæl Hafdís mín, frábært að allt kom vel út úr rannsókninni hjá þér, ég hef fulla trú á þér og efast ekki um að þú hefur betur í þessari baráttu, þú ert svo mikil kjarnakona, svo ekki sé talað um allt þitt yndislega fólk sem stendur þér við hlið, ég hugsa til þín á hverjum degi og veit af eigin raun að góðar kveðjur eru eins og vítamínsprauta, gangi þér vel elskan, knús til ykkar allra frá okkur hér á Stöddanum.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:54

3 identicon

Sæl Hafdís,

Frábært að allt kom vel út úr rannsókninni og að fram undan eru bjartari tímar. Verðugt verkefni sem þér hefur verið falið og þú ert með frábært fólk sem ætlar að hjálpa þér að vinna það. Er búin að hugsa mikið til ykkar og sendi ykkur stöðuga strauma.  Bestu kv. Hrefna Eyþórsd. (frænka Örvars )

Hrefna Eyþórsd. (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:02

4 identicon

Blessuð Hafdís,

Þetta er allt í áttina hjá þér. Þú verður vonandi orðin spræk fyrir þorrablót svo við getum tekið eitt til tvö dansspor saman, það er svo langt síðan ég hef séð þig. Börnin hafa það eflaust mjög gott í sveitinni, enda ekki eins mikið áreiti þar eins og hér í borginni.

Ég veit að þú tekst á við þetta verkefni af miklum krafti, enda erum við sveitastelpurnar svo miklar kraftakellingar. Gangi þér vel í framhaldinu og þú veist betur en nokkur annar að þú getur þetta.

Bestu kveðjur,

Mæja pæja

María Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:22

5 identicon

En hvað það er gott að fá svona blogg frá þér.  Já þetta er erfitt verkefni en þú tekst á við það eins og hver önnur verkefni, rúllar því upp.  Skil að þú saknir barnanna þinna.  Gott að hafa kallinn hjá sér og tengdó. 
Bestu kveðjur á B2 og góða ferð á Grensás
Árný Jóna

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:10

6 identicon

Það er gott að fá svona blogg frá þér og geta fylgsta aðeins með þér. Auðvita er þetta ekki auðvelt verkefni og tekur verulega á, en þér tekst þetta með þínum sterkum vilja og með öllu þínu góðu fólki sem stendur þér við hlið. Frábært að heyra að allt kom vel út úr ransókninni. Hugsa til þín á hverjum degi.

Baráttukveðjur áB2 og góða ferð á Grensás.

Sigurbjörg

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:12

7 identicon

Sæl Hafdís mín

Bara kvitta fyrir innlitið sendi saknaðar kveðjur til þín, það var svo gott að heyra í þér um daginn.

kv.Brynhildur

Brynhildur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:08

8 identicon

Sæl Hafdís,

gott að fá fréttar af þér hér á blogginu þínu.  Eins og þú segir þá er þetta stórt verkefni að takast á við en ég efa ekki að þú tekur á öllu þínu til að leysa það sem allra best með hjálp góðra fagmanna, fjölskyldu og vina.

Kollegar mínir sjúkraþjálfararnir á Grensás eru yndislegt fólk sem og allir aðrir sem þar vinna og ég vona svo sannarlega að þér eigi eftir að líða vel þar og ná góðum bata.

Baráttukveðjur og gangi þér sem allra best.

Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula

Sibba (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:07

9 identicon

Gott að allt kom vel út í vélindarannsókninni.... hugsa til þín á hverjum degi og veit að þú getur þetta.... er viss um að þú átt sjálf eftir að taka eftir fraförum hjá þér bara við það að skipta um umhverfi (fara á Grensás) og þar færðu líka bestu endurhæfingu sem völ er á :).... mundu að hafa markmið þitt á hverjum degi ekki alltof stórt því ef þú hefur það lítið þá getur þú stöðugt verið að fagna framförum og áður en þú veits af búin að ná fullum bata :) og tekið svona ÉG stund á þetta eins og okkur saumó gellum einum er lagið.... ég veit að þú getur þetta og sendi þér fullt af baráttu.

Risa knús

Ólöf Guðbjörg

Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:47

10 identicon

Hafdis mín mikið er gott að heyra að allt gangi vel hjá þér. Ég hlakka svo mikið að hitta þig  knús til þín kv. Hafdis

Hafdis Björg (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:09

11 identicon

Elsku vinkona...
Gott að heyra frá þér og að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið góðar
Gangi þér vel!

Knús...
Gyða B

Gyða B (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:05

12 identicon

Sæl Hafdís mín.

Hugsa mikið til þín það er gott að allt kom vel út úr rannsókninni. Nú er næsti áfangi framundan það er Grensás og örugglega gott fyrir þig að komast í nýtt umhverfi.

Baráttukveðjur til þín og sjáumst í næstu viku á Grensás

Kveðja Inga

Inga KHI (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:41

13 identicon

Hæ Dísin mín

Ég held að það verði svo gott fyrir þig að komast í nýtt umhverfi. Það verður nóg að gera hjá þér á Grensás. Þetta er stórt og erfitt verkefni sem þér var úthlutað Hafdís mín, en ég efast ekki eina sekóndu að þú getir það ekki. Þú ert svo svakalega dugleg og getur allt sem þú vilt gera. Ég veit að þú átt eftir að ná fullum bata, átt eftir að geta allt það sem þú vilt gera í framtíðinni.

Risa stórt knús frá mér sæta mín Hlakkar til að heyra í þér í kveld.

Kveðja

Erna

Erna (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:30

14 identicon

Sæl Hafdís.  Gott að heyra frá þér.  Er alltaf að hugsa til þín.  Knús og koss.  Kveðja Ásta B.

Ásta Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:11

15 identicon

Elsku Hafdís mín mikið er gott að þú sért komin á Grensás það er stór áfangi til hamingju með það.Ég hugsa til þín á hverjum degi og veit að þú átt eftir að ná þér.Við byðjum ynnilega að heilsa ykkur öllum guð veri með þér og gefi þér góðan bata,þúsund kossa til þín frá mér.Örvar minn þrusu kveðja til þín líka og ykkar yndislegu barna

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband