Hafdís skrifar

Áfram líða dagarnir með tilheyrandi verkjum og vanlíðan.  En nú dugir ekkert annað en að líta fram á veginn og sýna jákvæðni og vera bjartsýn, en það er erfitt þegar svona er komið.  Ég sakna svo mikið krílanna minna, langar svo að knúsa þau ALLAN daginn út og inn.  Þau er mér svo kær og ég elska þau SVO MIKIÐ.  Veit ekki hvernig ég gat farið að því að fæða 2 svona fullkomna einstaklinga, en þar á nú Örvar minn einhvern heiður á;) Smá mömmustolt í gangi;)  Ég er mjög dofin vinstra megin í líkamanum, vinstri fótur, vinstri hendi og vinstra megin í andlitinu.  Ég staulast um í göngugrind annað slagið, annars keyrir Örvar mig um eins og drottningu í hjólastól.  Vinstra sjónsvið er skaddað en vonandi lagast það.  Ég get ekki líst því hvað það er gott að eiga eins góðan mann, börn, foreldra, tengdaforeldra, systkini/maka þeirra og vini mína svo fátt eitt sé nefnt á stundu sem þessari.  Ég fæ góðar heimsóknir sem létta mér lundina, takk fyrir það.  Knús á alla, takk fyrir að hugsa til mín.  Kossar XXXXXX Hafdís.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi elsku kellan mín hvað ég hlakka til að hitta þig á morgun. Manneskjur eins og þú, sem hefur hjarta úr gulli, átt ávallt það allra besta skilið.

Þú ert alltaf æðisleg Hafdís

þín BETA  :) 

Beta (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:42

2 identicon

Elsku Hafdís.

Mikið er gaman að sjá nýtt blogg frá þér. Vonandi eiga verkirnir eftir að minnka hratt og örugglega á næstu dögum. Ég veit að leiðin virðist grítt framundan en það er gott að hugsa bara um einn dag í einu....... svo er hægt að líta til baka og sjá allt það sem hefur áunnist

Þú ert svo heppin að eiga góða að og fallegu börnin þín eru líka heppin að eiga alveg frábæra mömmu.

Við sendum þér góða strauma og fallegar hugsanir.

Kv. Linda Björk og co.

Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:01

3 identicon

Vá hvað ég er glöð að sjá blogg frá þér. Ég er að bíða eftir að þú hringjir aftur

Já Hafdís mín þú átt sko stórglæsileg börn, skil vel að þú saknir þeirra. En þú átt eftir að knúsa þau svo mikið þegar þú kemur heim það verður áður en þú veist af,tíminn er svo fljótur að líða.

Hlakkar svo til að sjá þig á morgunn vildi að ég gæti komið á hverjum degi. hugur minn er hjá þér á hverjum degi. Stekk alveg til um leið og ég heyri að gsm minn er að hringja og vona að það sért þú sæta mín

Stórt knús þanga til á morgunn

Erna (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:04

4 identicon

Sæl Hafdís.  Gaman að sjá nýtt blogg frá þér.  Hugsa til þín á hverjum degi og sakna þín úr vinnunni.  Sendi þér góða strauma og fallegar hugsanir.  Vona að þér fari nú að líða betur.  Kv.  Ásta

Ásta Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:37

5 identicon

Elsku Hafdís Já það er sko gott að eiga góða að, þú ert heppin með það að fjölskyldan þín og vinir standa þétt með þér. Vonandi fara verkirnir að hjaðna. Láttu endilega stjana við þig eins og drottningu, því þú ert það svo sannalega.  Skil þig vel að sakna barnanna þinna, það er eðilegt.

Sé að saumaklúbburinn þinn er að koma til þín, það er gott og skemmtið ykkur vel saman.
Kíki á þig næst þegar ég kem til Reykjavíkur

Knús og batakveðjur Árný Jóna

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:38

6 identicon

Mikið var gott að heyra í þér áðan kella mín, hlakka rosa til að hitta þig í vikunni.

Þangað til þá.....
Kossar og kremj
Erla

Erla Berglind Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:58

7 identicon

Komd þú sæl Hafdís mín langar að senda þér og þínum góðar kveðjur vona að þetta fari allt allt að ganga betur. Skil svo vel að þú saknir barnana þinna mikið. Kveðjur, knús og baráttukvejur héðan af hérað Hrafnhildur og fjölskylda

Hrafnhildu Einarsd og fjölskylda (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:25

8 identicon

Blessuð nafna. Að er svo gott að heyra frá þér hvernig gegnur, Hlakka til að sjá þig þegar ég kemur suður í næstu viku. Knús til þín og fjölskyldu þinnar. kv Hafdis

Hafdis Björg (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 23:24

9 identicon

Elsku Hafdís

Það er ómetanlegt fyrir þann fjölda vina og ættingja sem þú átt að geta litið hér inn á þetta blogg til að leita frétta af þér. Fylgjast með þrautseigju þinni og jákvæðni.  Eins og þú segir getur verið erfitt að halda jákvæðninni öllum stundum en þá koma líka vinirnir og ættingjarnar til hjálpar.  Gangi þér sem allra, allra best.

Kær kveðja

Anna Kristín

Anna Kristín Guðjónsdóttir og fjölsk. (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:04

10 identicon

Elsku Hafdís mín

Mikið var gott að heyra í þér í gær.  Ég er svo ótrúlega stolt af þér eftir að hafa lesið þetta blogg.  Mikð skil ég vel að þú saknir litlu englana þína þó svo að maður geti ekki sett sig í þessi spor.  Vá hvað ég held að það sé erfitt að vera jákvæður núna en eins og Anna sagði, en þá er gott að eiga frábæran mann og fjölskyldu sem eru algjörar hetjur eins og þú.  Það verður ábyggilega gott að fá saumaklúbbinn í heimsókna í dag, einhverjar kjaftasögur hljóta að fljúga   Hlakka til að sjá þig aftur.  Skilaðu knúsi og kossum til mömmu þinnar frá mér.

Kv. Sigurbára

Sigurbára (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:22

11 identicon

SÆl Hafdís mín..

Mig langaði að senda þér örstutta kveðju, smá baráttu búst, Þú tekur þetta á þrjóskunni og dugnaði sæta mín.  Nýttu allan þann stuðning og hjálp sem að býðst, þú átt góða að, það sést á öllu.    Ef að það er eitthvað sem ég get gert þá er bara að biðja... Gangi þér vel Hafdís mín... segi svo bara eins og Eydís...

ÁFRAM HAFDÍS!!!!!

Kveðja Heiða Sig

Aðalheiður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:28

12 identicon

Hæ elsku Hafdís mín

Mikið rosalega var nú gott að heyra í þér í gær og ég hlakka svo til að hitta þig á eftir.  Þú ert svo mikil perla og það er ekki skrítið að gullmolarnir þínir séu svona yndisleg miðað við foreldrana:) Skil það afskaplega vel að þú saknir þeirra en koma tímar og koma ráð og áður en þú veist af verður þú komin heim í faðm þeirra.. Verður gulrótin þín að stefna að.  Þetta verður löng og örugglega erfið braut sem þú nú fetar en ég veit að þú munt taka þessu með jafnaðargeði eins og þín er vísa til og þú munt sigra!!!!

Knús til þín elsku Hafdís mín og til fjölskyldu þinnar

Árný Lára (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 11:52

13 identicon

Sendum okkar strauma til þín og þinna. Hugur okkar er hjá ykkur og þú ert greinilega hörku kona, vonum að allt fari að ganga vel. Kveðja frá Fáskrúðsfirði Hafdís Rut (frænka Örvars) og fjsk.

Hafdís Rut Pálsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:49

14 identicon

Elsku Hafdís

Mikið er gott að geta fylgst með þér hér, hugsa til þín á hverjum degi. Þú stendur þig svo vel og á svona stundu er gott að eiga góða að og það átt þú svo sannalega. Stórt knús frá mér til þín.

Kveðja Rósa

Rósa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:51

15 identicon

Sæl Hafdís María.

Mkið er gaman að geta fylgst með þér og framvindu mála. Þú stendur þig örugglega alveg frábærbærlega og eitt ráð til þín frá lassarussnum mér taktu einn dag fyrir í einu. Það er lang best í svona aðstæðum. Og annað, ég veit hvað það er erfitt að vera án nánustu fjölskyldu sinnar tala nú ekki um frá börnunum og maka sínum í langan tíma. Hugsaðu um hvað þú getur gert mikið fyrir þau með því að einbeita þér núna að sjálfri þér og í að ná bata. Er að sjálfsögðu ekki að segja að þú eigir ekki að hugsa um þau, alls ekki.

Baráttukveðja til þín.

Kveðja Jónína Sigurbjörg (samnemandi í KHÍ).

Jónína Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:47

16 identicon

Hæ Hæ

Langaði bara að senda þér kveðju. Er mikið búin að hugsa til þín/ykkar síðustu daga. Enn gott að heyra hvað þú ert að standa þig vel og hve frábæra fjölskyldu og vini þú átt:) Það skiptir svo miklu máli á svona stundum.

Báráttukveðja og haltu áfram að vera svona dugleg og sterk.

K.kv Árný

Árný Inga Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:48

17 identicon

Elsku Hafdís mín, það var nú gott að hitta þig áðan, og ég tek undir með Gústa bróður þínum, með þessi sólgleraugu lítur þú bara nákvæmlega út eins og Britney Spears í þynnkukasti........  Ég veit það er mikil vinna framundan en þú bara rúllar því;)  Knús, knús, knús úr Mosó;)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:50

18 identicon

Hæ skvís

Gaman að fá að lesa bloggið frá þér, þó svo að ég frétti reglulega frá þér hjá henni systur þinni  Það er ekki hægt að setja sig í þessu spor og erfitt að vera bjartsýnn þegar svona er komið. En eins og kemur fram hér að ofan þá er sjálfsagt best að taka einn dag í einu. Þú ert snilli sem átt eftir að geta þetta allt saman. Skil vel að þú saknir barnanna sem eru alger guðsgjöf og þau eru sannalega heppin að eiga ykkur sem forledra og alla þessa fjölskyldu að.

Knús og kveðja Ranka ( litla )

Ragnheiður (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:07

19 identicon

Kæra Hafdís

Ég sit hérna í táraflóði eftir að hafa lesið færsluna þína - dáist svo að þér, styrk þínum og hugrekki, jákvæðni og bjartsýni.  Það kemur fyrst í ljós þegar erfiðleikar banka upp á hversu góða þú átt að og greinilega stendur stór hópur fólks þétt við bakið á þér.  Ég hugsa oft til þín, hef þig í bænum mínum og vona að ferðalagið sem þú ert núna lögð af stað í beri þig hratt og vel heim í sveitina aftur.

Kv. Kristín Ósk

Kristín Ósk Ómarsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:49

20 identicon

Elsku Hafdís mín,
frábært að sjá að þú ert farin að blogga sjálf...
Ég er hjartanlega sammála Ástu - ég sakna þín líka úr vinnunni!!!
Hugsa til þín oft á dag
Knús úr Fljótshlíðinni,
Gyða

Gyða B (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:59

21 identicon

Elsku litla systir. Enn bíðum við eftir ,,pakkanum" okkar frá storkinum en við erum farin að halda að hann hafi villst eða að það sé ófært fyrir hann vegna snjókomu;-) Litla frænka þín eða litli frændi eru kannski bara að bíða eftir að Hafdís frænka hressist meira.  Það er þó eitt sem víst er að þú verður litla barninu, eins og Ágústi Aroni áður, besta frænka í heimi!  Ástarkveðja frá öllum á Brautarhóli

Þórunn, Baddi, Ágúst Aron og bumba (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:19

22 identicon

Hæ elsku frænka!!

Ég hef fengið að fylgjast með þér og öllu ferlinu og er ég svo sannarleg þakklát fyrir það. Ég hef líka verið að fylgjast með blogginu en ekki skrifað fyrr en núna. Mikið er gaman að sjá alla þessa stuðningsfulltrúa, nú er bara að nota þessar fallegu hugsanir og orku sem svona margir senda þér í endurhæfinguna sem framundan er. Þú ert ung og dugleg svo ég hef fulla trú á að endurhæfingin skili sér fljótt og örugglega. Það skiptir öllu máli að þú sért jákvæð og tala nú ekki um með mikla hvatningu sem þú og hefur.

Ég frétti að þú værir á leið á Grensás eða Reykjalund. Þessir staðir eru yndislegir og rosalega gott fólk sem tekur við þér. Ég hef sjálf verið að vinna við endurhæfinguna á Grensás og þar eru stórkostlegir hlutir sem gerast. Þar er rosalega góður andi og fullt af fólki sem hjálpar þér með hvert skref. Það verður nóg að gera hjá þér á næstunni sem verður gott því þá er tíminn svo fljótur að líða. Þú kemur örugglega til með að hitta krílin þín reglulega, um leið og þeir treysta þér til ferð þú í leyfi yfir helgi og fleira.

Vertu þolinmóð mín kæra og gleðstu yfir öllum litlu hlutunum því þá verður þú fyrr komin á svo gott stig.

Baráttukveðjur úr Kópavogi

Hildur Kristín Sveinsdóttir

Hildur Kristín Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:51

23 identicon

,, Vertu í dag þakklát fyrir líf þitt. Leyfðu þessu þakklæti að lita athafnir þínar og hafa áhrif á allar þínar gjörðir. Hugsaðu þér eitthvað eitt til að vera þakklát fyrir í hverju sem þú gerir, með hverri manneskju sem þú umgengst og í hverju verki sem þú tekst á hendur við. Finndu þakklætið í lífi þínu, og þú munt finna gleðina við að standa við hlið þess" (Melody Beattie)

 Hlakka til að sjá þig í hinni vikunni.

Hlýjar kveðjur,

Helga Björk

Helga Björk Borgarnesi (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:20

24 identicon

Elsku Hafdís mín, það er mikið á þig lagt, en ég hef fulla trú á þér í þessu verkefni sem þér hefur verið falið. Hugsaðu jákvætt, ég veit það er auðvelt fyrir mig að segja þér að hugsa jákvætt, en það er svo mikilvægt held ég að vera jákvæður og staðfastur á því að maður ætli að sigra. Hugsaðu hvað þú átt góða að, notfærðu þér það. Gangi þér sem allra allra best mín kæra. Mikið vildi ég vera nær ykkur svo einhver not væri af manni, en svona er þetta. Knús og kram frá okkur. Áfram stelpa, þú getur þetta.

Svava Þórey og fj (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:48

25 identicon

Elsku Hafdís mín.Takk fyrir spjallið á laugardaginn .Það var gott að sjá þig ,þó ég hefði nú viljað að það hefði verið yfir kaffibolla við eldhúsborðið heima hjá þér en það verður bara seinna. Þrjóskunni er nú oft bölvað en hana er gott að hafa ég tala nú ekki um þegar um svona verkefni er að ræða, Hafdís mín þú getur þetta .Knús og baráttukveðju til þín ljúfan og fjölskyldunnar .

Herborg (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:39

26 identicon

Elsku Hafdís mín.

Mikið er gott að geta fylgst með þér hér, sendi þér STÓRT KNÚS.

Hlýjar kveðjur Ingibjörg.

PS.Andrea Sól sendir þér og Soffýu sinni knús

Ingibjörg Sæm. (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:28

27 identicon

Sæl Hafdís

Okkur Kristjáni Bjarna langar að senda þér hlýjar kveðjur og við vonum svo sannarlega að þú munt ná þér sem allra fyrst.

Bestu kveðjur

Sylvía

Sylvía (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:34

28 identicon

Sæl Hafdís mín ! Gleðilegt að þú sért farin að blogga sjálf. Takk fyrir að leifa mér að fylgjast með þér.

Mikið skil ég að þú saknir barnanna þinna því það er ekkert eins kært manni og börnin og makinn, en vertu viss það mun ekki líða að löngu þar til þú verður komin á ról og kemur austur í sveitina.

Ég hugsa mikið til þín og ykkar allra og ég bið Guð og góða vætti að vera með þér og þínum. Kossar og knús frá mér Stína Leifs

Stína Leifs (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:40

29 identicon

Mikið er gott að sjá Hafdís mín, að þú ert farin að blogga sjálf. Ég hef fengið fréttir af þér í gegnum Erlu Guðfinnu síðan þetta gerðist og hef verið hjá þér og þínum í huganum. Ég veit að þú ert svo sterk og dugleg að ég veit að þú verðir fljót að ná þér svo þú komist sem fyrst heim til Örvars og krakkanna :)

Ég held áfram að fylgjast með þér í gegnum þessa heimasíðu og líka hjá Erlu Guðfinnu

Baráttukveðjur að austan :)

Erla

Erla frænka Erlu (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:56

30 identicon

Elsku Hafdís María gott að heyra baráttuna í þér Guð veri með þér í þessu sendum til þín góðar hugsanir og baráttu kveðjur

Svana (kennarinn þinn einu sinni)

Svana A. Daðadóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:36

31 identicon

Elsku Hafdís gangi þér vel í baráttunni, nú er gott að vera soldið þrjóskur.Ég veit að þú kemst í gegnum þetta kæra vinkona .

kveðja til ykkar allra

Hrönn

Hrönn Gissurardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:27

32 identicon

Elsku Hafdís

Mikið er gott að geta fengið að fylgjast með þér, frábært hjá þér að blogga. Hugsum mikið til ykkar.

Baráttukveðjur til þín  og Örvars og fjölskyldu ykkar.

Bestu kveðjur frá Grímsstöðum

Svanhildur Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:44

33 identicon

Elsku Hafdís, guð hvað það var ómetanlega æðislegt að hitta þig í gær!!! Yndislegur tími hjá okkur, gott að vita að húmorinn þinn er sko hvergi farinn, það sem við hlógum, þú ert algjör gullmoli!!! Veit þú getur þetta, efast ekkert um það þó að tímarnir munu verða áfram erfiðir um stund, held áfram að hugsa til þín & fjölskyldunar með hlýju. Baráttukveðjur til þín & gullmolanna þinna... Bestu kveðjur Eva Mjöll.

Eva Mjöll... (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:14

34 identicon

Kæra Hafdís.

Gangi þér vel ´´i baráttunni. Sendi þér hlýja strauma og hugsanir.

Bestu kveðjur til ykkar allra Stella

Steingerður Stella (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:17

35 identicon

Sæl Hafdís mín sendi þer mínar bestu óskir um góðan bata guð styrki þig og þína í baráttunni bestu kveðjur Rannveig

rannveig (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:33

36 identicon

Mikið var nú gott að hitta þig í dag kæra frænka. Vonandi létti aðeins af kollinum á þér við heimsóknina.... seint verður þú sköllótt mín kæra Næst skellum við strípum í þig.... þá er bara spurning hvort þú viljir ljósar strípur til að viðhalda "Britney Spears í þynnkukasti" lookinu

Held áfram að senda þér góða strauma og fallegar hugsanir.

Kveðja til ykkar allra, Linda Björk og co.

Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:24

37 identicon

Þú rúllar þessu upp, eins og öðru sem þú tekur þér fyrir hendur, ég hef mikla trú á þér. Og ekki síst, takk fyrir að halda úti blogginu, það leyfir okkur hinum að fylgjast með því öll hugsum við mikið til þín.

Sjáumst vonandi í næstu viku, stefnan er tekin á heimsókn, þú færð engann frið fyrir okkur :)

knús og kossar Obba

Obba (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband