21.10.2008 | 20:20
Erla skrifar fyrir Hafdísi (sem skrifaði þetta sjálf með fallegu rithöndinni sinni).
Elsku vinir, takk fyrir falleg orð og hlýjar hugsanir til mín. Það hjálpar mér í gegnum þetta allt saman. Að vita af styrk og hlýju frá ykkur kæru vinir. Krakkarnir eru í góðum höndum. Guðni (kærasti Írisar Daggar) uppfyllir óskir Ívars um hornsílaveiðar, bátsferðir og þvíumlíkt, hún Íris mín er líka yndisleg við börnin. Pabbinn á bænum heldur hér í hönd mömmunar og stendur við hlið mér eins og klettur þessi elska;) Afi og amma á Reyðó fengu leigða íbúð og þar eru börnin og Örvar er með þeim á nótinni. Svo þeim líður vel þessu fallegu elskum mínum. Mamma hefur líka staðið hér eins og klettur við hlið mér og tengdamamma þær eru með mér á nóttinni;) Guð geymi ykkur öll og hugsið vel um ykkur, hver dagur er gjöf sem við eigum að njóta. Að lokum vil ég segja það að mér mun batna ;);) Ykkar Hafdís María.
Athugasemdir
Hæ yndislegust
Mér líst vel á þessa síðu svo allir geti sent þér fallegar kveðjur.
Þú ert algjör hetja Hafdís mín og átt sko eftir að rúlla þessu upp eins og öllu öðru. Þetta er svo fallega skrifað hjá þér að ég get lesið þetta aftur og aftur.
Þú átt svo frábæra fjölskyldu sem stendur eins og klettur við bakið á þér. Það var svo gott að hitta þig í gær og knúsa þig. Hlakkar svo til að koma um helgina og knúsa þig enn meira:)
Hafðu það sem allra allra best sætust
Kveðja
Erna
Erna (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:07
Hæ sæta mín, auðvitað mun þér batna! Þetta munt þú yfirstíga á stuttum tíma, með hjálp vina og fjölskyldu.
svona áfall kennir manni að góð heilsa er ekki sjálfsögð og ég er alveg sammála því að hver dagur er gjöf sem við eigum að njóta.
Allir á Örkinni biðja að heilsa þér. Ég ætla að kíkja á þig á Laugardaginn ef ég má, verð aðeins að fá að knúsa þig. Svo kíkjum við örugglega á þig í innilotu. Færum bara húsmæðraorlofið upp á B2, þannig þú getir þá verið með okkur eftir allt
Knús á þig gamla mín
Erla Berglind
Erla Berglind Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:24
Elsku dúllan mín.
Gott að geta fylgst með þér hérna. Þú ert heppin að eiga svona samheldna og yndislega fjölskyldu sem stiðja þig í einu og öllu og peppar þig áfram. Þú átt frábæra vini og kunningja sem hugsa fallega til þín og senda þér baráttukveðjur héðan og þaðan.
Ég hef fulla trú á að þér eigi eftir að batna alveg. Þetta hefst allt með öllum kraftinum sem þú átt til innra með þér. Og mundu að góðir hlutir gerast hægt.
Elsku Hafdís mín, hlakka til að fá að hitta þig um helgina ef þú treystir þér til að fá okkur til þín í smá stund.
Þú ert alltaf frábær Hafdís.
Þín vinkona, BETA
Beta (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:34
Hæ hæ elsku Hafdís mín, ég hugsa hlýtt til þín með von um aukinn styrk með degi hverjum. Ég tek undir með Erlu Berglindi að við kíkjum á þig einhvern daginn í næstu viku er dvalið verður í höfuðborginni. Stórt faðmlag til þín frá mér.
Kveðja frá Skíðbakka
Hlín og fjölskylda.
Hlín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:36
Elsku Hafdís,
Allra bestu batakveðjur, við hugsum til ykkar.
Kveðja, Agga og Andri
Agga (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:01
Kæra Hafdís María
Við hugum hlýtt til þín við nemarnir, sendum jákvæðar hugsanir daglega og óskir um góðan bata.
Hlýjar kveðjur til þín og þinna.
Helga Björk
Helga Björk Borgarnesi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:29
Elsku Hafdís,
Viljinn kemur þér í gegnum þetta, þú hefur nú altaf verið mikil baráttukona. Það er gott að vita að þú er umkringd góðu fólki sem styður vel við bakið á þér. Svo er bara ég vil, ég get, ég skal, ég ætla...
Sendi þér allan minn styrk og batakveðjur
Kær kveðja María
María Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:06
Elsku Hafdís.
Það er alltaf gott að eiga sterka og góða fjölskyldu sem að stiður mann áfram. Þú átt fullt af frábærum vinum og kunningjum sem hugsa til þín og senda þér baráttustrauma. Þú ert mikil baráttu manneskja eins og er í ættinni það sem við ætlum okkur tað tekst okkur,þannig að auðvita mun þér batna, en eins og þú sagðir að hver dagur er gjöf sem við eigum að njóta.
Stórt knús á þig, þú ert hetja
Sigurbjörg
Sigurbjörg Stefánsd (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:47
Elsku Hafdís..
Mikið er ég búin að hugsa til þín og ykkar. Þú ert ótrúlega dugleg og átt góða að og ég veit að þér mun batna! Og þá höldum við sko ærlega upp á það, ef til vill með spilinu góða sem við vorum orðnar svo góðar í ;) Hlakka óskaplega til að hitta þig á sunnudaginn..og mundu að ef það er eitthvað sem ég get gert þá skulu þið ekki hika við að hafa samband.
Knús og eeeeendalausir baraáttustraumar og batakveðjur til þín elsku vinkona Kveðja Hulda og fjölskylda
Hulda (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:11
Elsku Hafdís...
Langar bara að láta þig vita að ég hugsa mikið til þín.
Hlakka rosalega til að sjá þig - vonandi sem allra, allra fyrst!!!
Knús,
Gyða
Gyða B. (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:20
Elsku Hafdís
Hugsa mikið til þín eins og allir hérna fyrir austan. Þú átt eftir að tækla þetta vel, eins og Maja sagði þá er það bara ég vil, ég get, ég skal og ég ætla.... Lóa sér til þess að ég fái að fylgjast vel með.
Kveðja frá öllum hér í Dufþekju
Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:50
Elsku Hafdís mín. Mikið var gott að sjá þig um síðustu helgi. Ég ætla að stoppa aðeins lengur næst, vonandi um næstu helgi. Þú ert ótrúlega dugleg og ekki má gleyma hvað þú átt frábæra að. Ég er alltaf að hugsa til þín eins og margir aðrir. Ég held að þú hljótir að finna það;)
Kveðja og knús
Sigurbára og co
Sigurbára (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:16
Sæl elsku Hafdís ! Vildi bara láta þig vita að ég hugsa stíft til þín og reyni að senda þér góða strauma. Gangi þér vel.
Kveðja Steina.
Steina Arnardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:52
elsku Hafdís mín... mikið búin að hugsa til þín... gott að þrjóskan sé enþá til staðar...maður kemst sko ótrúlega langt á henni... þú átt sko eftir að ná þér að fullu alveg viss um það... já smála þér með að njóta hvers einasta dags sem við fáum... sjáumst og bestu bata straumar frá mér til þín
knús og kossar
ólöf
ólöf Guðjbörg (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:21
Elsku Hafdís mín, risastórt baráttuknús og fullt af kossum færðu frá okkur hér á Stöddanum, við hugsum til ykkar og sendum kraft úr austfirsku fjöllunum.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:34
Sæl elsku Hafdís mín!
Ég er alveg samfærð um að þú nærð þér af þessu.
Mikið er gott að lesa bloggið þitt og lesa um að börnin þín séu í góðum höndum þó ég sakni Ívars Ara náttúrulega úr Skjólinu. En það er örugglega gott að vera í seilingar fjarlægð frá mömmu og pabba þegar svona stendur á .
Farðu vel með þig elskan mín og ég held áfram að biðja fyrir þér og þínum. Baráttu kveðja Stína Leifs
Stína Leifs (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:34
Elsku Hafdís mín
Hugur minn hefur verið hjá þér þessa daga, sendi þér hlýja strauma elsku gullið mitt.
knús og kossar
kv.Brynhildur
Brynhildur (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:13
Sæl elsku Hafdís.
Haltu áfram að vera svona dugleg eins og þú ert búin að vera gegnum þetta allt. Sendum okkar allra bestu kveðjur til þín og ættingjanna, þú ert heppin að eiga svona stóra og góða fjölskyldu sem styður þig svo vel. Nú er leiðin bara bein framundan ekki satt, góðir hlutir gerast hægt eins og einhver skrifaði hér að ofan.
Baráttukveðjur Sóley, Sævar og börn
Sóley (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:13
Mikið óskaplega er gott að lesa það sem þú skrifaðir hér að ofan. Hugsa til þín á hverjum degi og sendi þér ljós og kraft.
Baráttukveðjur,
Sibba og fjölskylda.
Sibba (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:39
Hugsa til þín Hafdís mín, gott að heyra og lesa hvað þú átt góða að ;) sendi góða strauma og bið fyrir skjótum bata.
Baráttukveðja
Halldóra Ingvars
Halldóra skólasystir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:35
Ég er búin að hugsa mikið til þín Hafdís og allra í kringum þig....þú átt góða að og það er alveg rétt hjá þér að þér mun batna !!
Baráttukveðja til þín Hafdís, Örvars og sætu krílanna ykkar og Jónu og Ara og allra í kringum ykkur.
Guðbj. Halla
Guðbjörg Halla Eyþórsd. (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:55
Elsku Hafdís.
Gott að sjá að þú ert farin að blogga og frábært að fá að fylgjast með. Hugsum mikið til ykkar kæra fjölskylda.
Birna og co.
Birna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:19
Elsku Hafdís mín. Gott að heyra hversu vel er hugsað um þig. Hugsa mikið til þín og vona að þú eigir eftir að ná góðum bata. Sendi baráttu strauma til þín og fjölskyldunnar.
Kær kveðja Drífa og fjölskylda.
Drífa Skúladóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:25
Hæ elsku Hafdís, ég sakna þín mjög mikið.
Gott að þú ert komin á ról. Við hugsum mikið til þín og sendum sterka og hlýja baráttu strauma til þín í von um góðan og skjótan bata. Vona að við sjáumst sem fyrst.
Kær Kveðja Ingimar stuðbolti og co.
Ingimar og co. ;) (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:15
Jæja litla systir. Mikið var gott að heyra röddina þína í símanum rétt áðan. Þú ert og hefur alltaf verið hörkutól dísin mín en það á eftir að nýtast þér vel í þessu stóra verkefni sem þér hefur verið úthlutað. Stórt knús á línuna frá mér. Megi Guð og góðir englar vaka yfir þér nú sem endranær. Þín Lóa
Lóa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:18
Elsku Hafdís mín. 'Eg og mínir viljum senda þér sterka og mikla baráttukveðju. Hugsum til þín á hverjum degi og sendum góða stauma til þín. Erum búin að kaupa kerti sem er einungis ætlað þér og kveikjum á því á hverjum degi. kær kveðja fjölskyldan á Seli
Inga Birna (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:18
Hafdís mín.
Stattu þig stelpa nú sem endranær, sendi þér alla krafta sem ég finn þér til handa :) Þú tekur þetta með trompi eins og annað sem þú gerir. Mundu allt hefur tilgang þó maður sjái hann ekki alltaf strax.
Þú ert efst í huga okkar, sem erum með þér í náminu, þessa dagana good luck enn og aftur og ekki vera feimin við biðja okkur um aðstoða ef við getum veitt þér hana :)
kv.
Obba
Obba (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:20
Elsku Hafdís.
Þú ert ótrúleg hetja og ég veit að þú kemur sterk út úr þessum veikindum. Hugur minn er hjá þér og þínum.
Kv. Linda Björk og co.
Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:38
Elsku Hafdís María
Vildi bara láta þig vita að ég hugsa hlýtt til þín og bið Guð að styrkja þig í einu og öllu
Baráttukveðja, María (úr KHÍ)
María Þ Helgadóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:55
Kertið þitt logar glatt hjá mér, sýnir birtu og veitir yl alveg eins og þú gerir með nærveru þinni. Söknum þín en vitum að þú átt eftir að mæta galvösk aftur þegar þinn tími kemur Megi guð og góðir englar gæta þín, kv. Gyða og Jón.
B.Gyða (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:58
Elsku Hafdís María
Ég hugsa mikið til þín og bið fyrir þér og þínum. Kveðja Inga Khi
Inga KHI (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:13
Elsku Hafdís.
Ég hef mikið hugsað um þig seinustu daga og aldrei saknað þín jafnmikið. Sem betur fer er allt gott sem ég hef heyrt um þig og það er eitthvað sem ekki er að fara breytast!. Gangi þér allt í haginn og megi Guð blessa þig og styrkja.
Sjáumst vonandi á næstunni Jón Helgi
Jón Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:33
Heil og sæl kæra vina.
Skjótt skipast veður í lofti. Núna í þessum hremmingum þínum verður mér hugsað títt til þín og þinna. Okkar stuttu kynni nú í sumar voru svo ánægjuleg og veittu mér vissu um að framhald yrði á okkar kynnum. Ég veit þó, af eigin reynslu, að góð heilsa er okkur öllum svo mikilvæg. Það er eitthvað sem segir mér að þú hafir þann styrk til þess að takast á við þetta verkefni. Ég óska þér bata og sendi þér og þínu fólki kveðjur.
Kveðja, Sandra
nýja húsfreyjan í Klauf
Sandra (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:28
Elsku Hafdís María!
Sendi þér baráttukveðjur...hugsa mikið til þín
Baráttukveðjur
Soffía (KHÍ)
Soffía (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:22
Hæ skvís... mikið var nú gott að fá frá þér skilaboðin í gær
Hafðu það sem allra, allra best Hafdís mín!!!
Þín vinkona,
Gyða B
Gyða (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 14:26
Elsku litla systir. Nú situr stóra systir þín með bumbuna út í loftið og horfir á hríðina úti komin 2 daga framyfir áætlaðan fæðingardag. Við fjölskyldan á Brautarhóli kúrum okkur bara inni í hlýjunni í kvöld og hugsum oft og mikið til þín og ykkar fjölskyldunnar fyrir sunnan í kvöld eins og önnur kvöld. Vonandi kemst pakkinn og bréfið sem ég sendi í gær fljótt til þín. Þú ert svo dugleg og yndisleg Hafdís okkar. Láttu þér batna fljótt og vel. Þín Þórunn, Baddi, Ágúst Aron og bumba
Þórunn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:14
Elsku Hafdís. Vildi bara senda þér hlýjar kveðjur og óskir um gott gengi. Ég og mitt fólk hugsum til þín. Láttu þér batna mín kæra. kærar kveðjur Lísa Lotta og fjölskylda.
Lísa Lotta (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:01
Elsku Hafdís mín, nú er ég alveg að ná mér af þessari magapest og ætla að fara að prenta út allar fallegu kveðjurnar sem þú færð hérna og koma með þær til þín á B2. Eins og ég hef sagt þér þá er ég búin að hitta þig á hverjum degi síðan þú komst með sjúkrabílnum hérna í bæinn og það er mikill dagamunur á þér, þetta er allt í áttina;) Ég er alveg sannfærð um að þú munt ná góðum bata;) En það eru stóru orðin sem vinkona þín skrifaði hér að framan, ÉG GET, ÉG VIL, og ÉG SKAL!!! Þá kemur þetta allt með kalda vatninu, hlakka til að hitta þig fljótlega;) Þín Erla.
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 08:35
Hæ Duglegust
Ég er alveg samála henni Erlu, ég finn mikin dagamun á þér.Þú varst mikið hressari að tala við í gær;) Þetta kemur smátt og smátt. Þú ert svo dugleg ef þú ákveður að gera eitthvað þá tekst það og það verður eins með þetta stóra verkefni. Góðir hlutir gerast oft hægt þannig að þú verður að vera þolinmóð. Ég veit að þú átt eftir að geta þetta!
Mér hlakkar svo til að sjá þig á morgunn, Það verður gott að hittast allar saman í smá tíma.
Hafðu það sem allra allra best. knús og koss frá mér
Kveðja
Erna
Erna (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:35
Hæ, Hafdís mín
Það var svo gaman að koma til þín í gær og að sjá hvað þú lítur vel út og ert hress miðað við þetta stóra áfall. Þú átt svo yndislega fjölskyldu sem styður þig af öllu sínu og síðan áttu eftir að fá allar þessar frábæru vinkonur þínar í heimsókn. Það er mikil vinna framundan hjá þér, Hafdís mín - en það er líka til mikils að vinna og það mun örugglega ekki taka þig langan tíma að ná þér að fullu. Nú er það bara GÆS-in ! Get - Ætla - Skal.
Hlakka til að koma til þín fljótt aftur.
Áfram Hafdís !
Kveðja Eydís
Eydís Dögg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 13:38
Elsku Hafdís
Vildi láta þig vita að ég hugsa mikið til þín
Sendi þér barráttukveðju
Sóley (KHI)
Sóley (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:04
Elsku Hafdís
Ég sendi þér baráttukveðjur.
Hugur minn er hjá þér og fjölskyldu þinni.
Kveðja Berglind (KHÍ)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:58
Hæ elsku Hafdís. Ég hugsa mikið til þín og sendi þér góða strauma. Það var gott að sjá að þú ert farin að blogga og leyfir okkur að fylgjast með. Vonandi sjáumst við fljótlega.
Knús. Guri
Guri (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:27
miss you my darling. Hafdís mín vertu sterk og hugrökk elskan þú stendur þig eins og hetja,og geri aðri betur.Þetta fer allt vél hjá þér en þegar svona stendur á
skaltu alltaf hafa trúna því hún hjálpar og það er á hreinu,hún hefur oft hjálpað mér þegar mér hefur liðið illa þá tala ég við hann og veist hvað? Kraftaverk eru til
mundu það ljósið mitt ég skal vera þér til staðar hvenar sem er og hjálpa til ef þarf
vertu sterk krúsin mín og þú mátt og átt ha ha a hringja í mig allan sólarhringin
ekki málið hugleiddu það ég og allir hér í Tröllahólum standa með þér.
Love you my darling.
kv. þín lára og co.
Lára Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:06
knús gott að heyra að þú ert öll að koma til hetjan mín. ég er að koma í bæinn í næstu viku,má ég koma í smá heimsóknláttu mig bara vita ef það er í lagi verð að fá að knúsa þig líka,ha ha.Sigurjón fékk ælupest í nótt,og er búin að sofa í svona 3 k.jæja ekki meira um það allir biðja að heilsa.
knús og aftur knús. k Lára og co
Lára Ólafsóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:53
hæ skvís hvernig gengur,vel,flott gott að heyraer að koma í bæinn eftir helgi
langar svo rosalega að koma má ég það jæja við heyrumst,hafðu það gott elskan.kv laraingals(lara)
Lára Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:42
my beautiful darling,til hamingju með litla frændaþað er alltaf svo gaman þegar lítið kríli kemur inn í svona stóra ætt,jæja elskan til hamingju enn og aftur
bið að heilsa örvari,ívari og soffíu(lorens) haha,love you þín Lara og c
Lára Ólafsóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.