3 ára afmæli í dag!

Timinn líður og læknar öll sár :)

 Nú eru liðin þrjú ár síðan ég fékk blóðtappa í heila og hvað ég er þakklát fyrir að hafa haft betur í þeirri miður skemmilegu baráttu. Lífið er sú gjöf sem aldrei er hægt að þakka nægilega fyrir! Gjöf sem ég er svo innilega þakklát fyrir! Það líður aldrei sá dagur að ég hugsa ekki um þennan örlagaríka dag, 16. október 2008. Þessi venjulegi dagur breyttist í martröð. Ég hef margt lært á þessum tíma og ég er ótrúlega lukkuleg með mig :)

Dofinn í vinstri helmingi líkamans er, þ.e. í vinstri fót, vinstri hönd og vinstri hlið andlits er alltaf til staðar og ég tek minna eftir því sem tíminn líður. Sjónsviðið er enn skert og mun verða en ég er búin að læra á það og því er það ekki mikið að trufla mig við daglegt líf :) Ég fæ sterkan náladofa um allan líkama öðru hvoru og þá þegar mikið er að gera hjá mér. Hann er harður og vondur En minnkar á milli og stundum hverfur hann alveg :)

Ég, aðeins þremur árum eftir áfallið, get gert hvað sem mig langar, hvernær sem er og hvernig sem er. Ekkert getur stoppað mig!!! Hef meira að segja verið í BOOTCAMP, hverjum hefði dottið það í hug! Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi :)

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband