26.1.2010 | 20:33
Tíminn líður...
Allt gengur eins og í sögu hjá mér í endurhæfingunni hér í Mosó :) Tíminn hefur meira að segja liðið hraðar hér en ég þorði að vona. Enda nóg að gera í allskonar hreyfingu og þjálfun. Þetta er ótrúlegur staður, hér er sko tekið á því. Það líkar mér vel og meira að segja eru kílóunum aðeins að fækka : ) En umfram allt þá er ég á góðri leið með að auka styrk minn og getu og ef það gerist ekki hér þá veit ég ekki hvar það ætti að gerast!!!
Er svo að vinna í ritgerðinni minni þegar það er stund milli stríða :) Þetta kemur allt saman :)
Hér er svo mynd af mér með fjölsyldunni minn, mér finnst ég svo rík og elska þessa mynd!! :)
Bless í bili og segji svo bara ÁFRAM ÍSLAND Á EM :)
Athugasemdir
Glæsilegt hjá þér kona góð. Og glæsileg mynd af glæsilegu fólki,
Knús í hús.
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 12:08
Flottust eins og vanalega. Þú verður þvílík gella á þorrablóti í Landeyjum eftir yfirhalninguna þarna á Reykjalundi og gott verður nú hjá þér að hafa þolið í lagi fyrir dansgólfið:)
Þórunn sys (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.