12.1.2010 | 22:57
Áfram heldur leiðin...
Komið þið sæl og blessuð :)
Eftir dálítin þrýsting af lækni mínum lét ég undan og fór á biðlista til að komast inn á Reykjalund. Staðan í dag er sú að þrek mitt, úthald og einbeiting er því miður ekki alveg nógu mikið. Samt mjög eðlilegt miðað við að hafa fengið heilablóðfallið. Nú er ég komin inn á Reykjalund á taugasvið. Á þessari deild er fólk sem hefur ýmist fengið heilablóðföll eða eru með sjúkdóma á borð við MS og aðra taugasjúkdóma. Ég byrjaði í gærmorgun og þessi vika fer mikið til í skoðanir og planlagt hvað á að leggja mesta áherslu á að vinna með og hvernig. Líst mjög vel á bæði sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og bara alla starfsmenn hér, þetta er náttúrulega bara Heilsu og spa hótel :)
Ég bað um að fá að fara í alla þá hreyfingu sem mér býðst, strax fyrsta daginn er ég komin í gönguhóp sem er frábært, maður getur valið um hóp 1, 2 eða 3 og hópur eitt gengur 1 km, hópur tvö tvo km og hópur þrjú 3 km. Minnir líka að það sé hópur fjögur. Ég byrjaði í hópi 2 og stefni svo strax í næstu viku á að færa mig upp í hóp 3. Svo í iðjuþjálfuninni verður unnið með að styrkja vinstri höndina meira og æfa fínhreyfigetuna á þeirri hönd einnig. Hún er enn mjög dofin eins og fóturinn og þ.a.l. nokkuð klaufsk.
Svo mun ég fara í vatnsleikfimi, í tækjasal, sjúkraþjálfun og fl. En þetta byrjar meira markvisst í næstu viku. Er yfirleitt búin um kl. 3 á daginn, oft samt fyrr. Ég ætla að nýta tækifærið og ljúka við lokaritgerðina mína, ég ætla að útskrifast í vor!!
Ég er ákveðin í að nýta mér þessa góðu aðstöðu sem hér er og nota þennan tíma í að styrkja mig og auka úthald og þol. Erfitt að rífa sig frá fjöskyldunni sinni þannig að það er eins gott að maður noti tímann vel í staðinn. Lít á þetta sem gott tækifæri til að ná aukinni getu og styrk og koma sterkari til baka heim!!!
Tek kannski nokkur blogg meðan ég er hér, ef einhver er enn að lesa :)
Kveðja af Heilsu-og Spa Hótelinu :)
Athugasemdir
Sæl Hafdís mín.
Já svona er þetta hjá þér góða mín, en mundu samt allt það góða sem þú getur og átt enþá. Þú ert svo ótrúlega dugleg. Ég hef alla tíð síðan þú veiktist haft fulla trú á þér. Gangi þér sem allra allra best. Ég kem til með að lesa bloggið þitt það er á hreinu.
kv að austan.
Svava Þórey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:05
Sæl ljúfan.
Ég var og er aðdáandi og mun lesa þig alla. Sum verkefni eru erfiðari en önnur og virðast stundum óyfirstíganleg en þegar lagt er af stað þá einhvern veginn ganga hlutirnir upp. Gangi þér vel með þín verkefni Hafdís mín.
Baráttukveðjur.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:25
Jæja skutla, á svo bara að taka Reykjalund með trompi. Flott hjá þér. Gangi þér vel og njóttu þess og mundu að þú ferð í helgarfrí. Þetta verður bara frábært.
Þórunn systir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:58
Sæl mín kæra. Ég veit að þú klárar þetta verkefni og útskrifast svo með stæl í vor.Ég mun sko lesa bloggið þitt nú eins og áður.
Bestu kveðjur til þín.
Herborg.
Herborg (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 20:40
Já ég les bloggið:) Þú átt eftir að hafa það svo gott og koma alveg fílhraust til baka;) Og þetta verður svo fljótt að líða líka.
Gangi þér sem best skutla. KV Beta
Beta (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:35
auðvitað lesum við bloggið þitt. Alltaf gaman að fylgjast með svona baráttu jöxlum eins og þér elsku Hafdís. Gangi þér vel að styrkja þig og nýttu bara tímann sem best, bæði í æfingar og skrif :)
Kv Sibba
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.