Blessuð blíðan...

Ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu, bara stuttbuxna og hlýrabolaveður. Yndislegt alveg :)

Í morgun brunuðum við til höfuðborgarinnar, nánar tiltekið í Vesturbæinn á stofuna hjá hjartalækninum mínum Hróðmari. Fyrir það fyrsta vil ég segja að Hróðmar er yndisleg mannvera, heppin var ég að fá að vera sjúklingurinn hans. Bara frábær læknir.

Nú, ég fór í hjartalínurit, ómskoðun á hjarta og fl. Viðurkenni að það var aðeins farið að fara um mig þegar á þessu stóð. En guði sé lof, var útkoman GÓÐ!!
Hann sýndi mér hnappinn sem lokar opinu á milli hjartahólfana. Hann sagði hann sitja vel í opinu og loka því algjörlega! Við vorum afar ánægð að heyra þetta :) Hann sagðist sjálfur vera mjög ánægður með þetta allt saman og sagði þetta líta mjög vel út :)

Í sambandi við hjartsláttatruflanirnar sem komu í nokkra daga á eftir aðgerð og svo eftir dágott hlé enn aftur um daginn og stóð í ca. viku, er um þær að segja að ef þær koma aftur á ég að fara í hjartalínurit. Þær ættu að vera hættar núna miðað við tímann sem liðinn er frá aðgerð. Ef þær koma aftur fer ég í skoðun og hann metur hvort þær séu eðlilegar eða ekki. Ef þær eru ekki normal þá verð ég sett á eitthvað hjartalyf sem lagar. En við vonum að þetta sé bara búið núna og komi ekkert aftur ;)

 Ég nefndi mígrenisköstin sem ég fékk svo oft um daginn við hann en þá kom í ljós að eftir svona aðgerð eins og ég fór í þá er það nokkuð algengt að fólk fái mígreni á eftir, mögulega í nokkrar vikur. Þannig að ég var pínu fegin að heyra það, því líklega er það orsökin á mígreniköstunum sem ég var að fá um daginn, ansi slæm. Nú hef ég ekki fengið mígreni í dágóðan tíma svo ég VONA að þau séu bara liðin tíð :)

Annars á ég að mæta í hjartaskoðun gegnum vélinda í haust og þá, EF allt gengur og fer sem horfir, er ég bara útskrifuð frá honum og verð frjáls eins og fuglinn ;)

Kveðjur úr góða veðrinu!

Hafdís María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir og góðu skoðun.

Við hérna hinu megin á landinu öfundum ykkur dálítið af sólinni sem er hjá ykkur núna en hún hlýtur að sýna sig bráðlega hérna líka og þá verðum við eins ótrúlega brún og sæt og þið.

Kv Begga og co Egs

Berglind Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:54

2 identicon

Yndislegt að lesa þessar góðu fréttir, Tek undir með þér að Hróðmar er gull af manni.

Knús í sveitina frá Stöddunum.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 16:19

3 identicon

Frábært að heyra! Þetta err greinilega allt að stefna í rétta átt;)

Árný (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband